Færsluflokkur: Kalkúnn

Kalkúnabringur og meðlæti

 

IMG_8204

 

 

 

 

 

 

 

Kalkúnabringur: 

Kalkúnabringur steiktar í smjöri og færðar í ofnskúffu, kryddaðar með salvíu, salti og pipar.

Brætt smjör og hvítvín haft í ofnskúffunni á meðan á eldun stendur.

Hafa ofninn í 160°C og bakið þar til kjarnhitinn er 64°C

Púrtvínssósa:

1 stk. laukur

2 tsk. salvía

3 msk. olía

2 dl. hvítvín

6 dl. vatn

2 teningar hænsnakraftur

1 teningur nautakraftur

2 dl. rjómi

2-3 msk. rifsberjasulta

1 dl. púrtvín

Sósuþykkni

Soð af kalkúni

Laukur fínt saxaður og steiktur við vægan hita í olíu, ásamt salvíu.  Hvítvíni bætt saman við og soðið í ca. 5 mín.  Vatni og kröftum bætt saman við og suðan látin koma upp.

Rjóma, rifsberjasultu og soði af kalkún bætt við.  Þykkt með sósuþykkni og smakkað til með púrtvíni, salti og pipar.

Sæt kartöflumús:

2-3 bolli maukaðar sætar kartöflur

1 tsk. vanilla

1/4 tsk. salt

1 bolli sykur

1/2 bolli smjör

1 tsk. lyftiduft

2 egg

Öllu blandað saman, sett í smurt eldfast form og bakað í 20 mín. í 200°C.

Þá setjum við þetta yfir og bökum aftur í 20 mínútur....

3 tsk. bráðið smjör

1/4 bolli púðursykur

1 1/4 bolli kornfleks

1/2 bolli saxaðar heslihnetur

 

Eplasalat: 

Mjög gott að bera fram með eplasalati, sem samanstendur af t.d. (hlutföllin eru ca. hjá mér)

2 dl. Þeyttur rjómi og 1 dl. sýrður rjómi, 

2-3 msk. Egils appelsínuþykkni

2 rauð og 2 græn epli (eða bara rauð - eða græn)

nokkur vínber

Hnetur ef vill - eða hafa þær sér í skál fyrir þá sem vilja 

Hræra saman og geyma í kæli þar til er borið fram.

(Sýran í appelsínuþykkni kemur í veg fyrir að epli verði brún - fyrr en næsta dag - en þá er þetta allt búið!!!!!!!!)

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband