Hrísgrjónaréttur með rækjum og sinnepssósu

  • 2 bollar soðin hrísgrjón
  • 400 g rækjur
  • 1 græn paprika
  • 1 rauð paprika
  • 150 g majónes
  • 150 g sýrður rjómi
  • 1 msk provençale kryddið frá KNORR
  • 2-4 tsk karrí
  • hvítlauksduft, eftir smekk

 ristað brauð

 Sjóðið og kælið hrísgrjónin.  Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og krydd.  Saxið paprikurnar í litla bita og blandið saman við hrísgrjónin og rækjurnar.  Hellið sósunni yfir og hrærið vel saman.  Berið fram kalt með sinnepssósu og ristuðu brauði.

 

 Sinnepssósa

  • 4 msk sætt sinnep
  • 150 g majónes, eða 100 g sýrður rjómi og 50 g majónes
  • sojasósa, eftir smekk  (ef vill)

  

Hrærið allt vel saman.  Berið fram sér með hrísgrjónaréttinum

 

Hægt að skipta rækjum út fyrir skinku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband